top of page

Hvað segja notendur um Prolan?

Með því að smella á PDF skjölin má lesa umsagnir í heild sinni!

"Við getum mælt með notkun Prolan, Við erum 100% sannfærðir og höfum séð verulegan árangur. - Þetta er það besta sem komið hefur komið inn á verkstæðið okkar s.l 30 árin!" --Vörurnar frá Prolan hafa leyst verkefni sem áður þurfti fjölmörg ólík efni til að leysa.  

--- Jens Kr. Jensen -- Toyota umboðið "‘Hanherred & Himmerland’s’ í Danmörku.

"Prolan fær mín bestu meðmæli og erum við viss um að mörg fyrirtæki geta notið góðs af því að nota Prolan til þess að leysa vandamál vegna rafeindabúnaðar og til þess að draga úr notkun fjölmargra annara efna sem Prolan getur leyst af" -- UN Mobilkraner komust að þeirri niðurstöðu að með notkun Prolan ná þeir mun betri  árangri við hvaða umhverfisaðstæður sem er, Prolan ver stjórntæki þannig frá raka og ryði.

--Mr. Nils Bjerre Jakobsen, stjórnandi -- UN Mobilkraner, Danmörku

Vörurnar frá Prolan eru fluttar inn af Hightech ehf á Íslandi en eiga uppruna að rekja til Nýja Sjálands þar sem þær hafa verið þróaðar um árabil með það að markmiði að standast strangar kröfur  hinna ólíku notanda ásamt því að vera náttúruvænar og leyfðar í matvælaiðnaði. Vörurnar hafa helst verið notaðar sem smurefni og til ryðvarna en auk þessara atriða bætist stöðugt við flóruna þar sem nýir viðskiptavinir uppgötva í sífellu nýja notkunarmöguleika.

Hvað er Prolan?

 

Prolan vörurnar byggja á efninu Lanolin. Hrátt Lanolin (Ullar fita) er náttúrulegt efni sem verður til í sauðfé. Efnið hefur þann eiginleika að það myndar verndarhjúp/lag yfir ullina og ver hana fyrir ágangi náttúrunar, þannig virkar efnið t.d vatnsfráhrindandi.

 

Hjá Prolan NZ (framleiðandanum) fer ullar fitan í gegnum sérstakt framleiðslu ferli þar sem henni er breytt í hinar ýmsu vörur sem ganga undir vörumerkinu Prolan. Vörurnar hafa þann eiginleika að vera óeitraðar, umhverfisvænar og afar einfaldar í notkun. Notkunarmöguleikarnir hafa reynst ótalmargir en þar má nefna atriði líkt og frábærir smureiginleikar í hefðbundnum iðnaði, sem varnarlag fyrir málma og hin ýmsu rafeindatæki gegn ryði og tæringu.

 

 

 

 

Prolan NZ (Nýja Sjálandi).

 

Framleiðslan á vörunum frá Prolan NZ byggir fyrst og fremst á Lanolin (Ullar fita) efninu sem unnið er úr sauðfjár ull. Lanolin efnið sem notað er við framleiðsluna er sérvalið frá hágæða Nýsjálenskum framleiðendum. Hjá Prolan NZ starfar vandað teymi sérfræðina s.s verkfræðingar og aðrir með bakrunn úr vísindum. Með öflugu sérfræðiteymi hefur Proline NZ þannig tekist að þróa hágæða vörur sem slegið hafa í gegn hjá mjög breiðum notandahópi. 

 

Það er einlæg trú fyrirtækisins að með stöðugri vöruþróun muni það halda vörum sínum meðal þeirra fremstu á sínum sviðum og þannig standa undir kröfum notanda. Markmið fyrirtækisins er þannig skýrt að áherslan skuli lögð a gæði, þekkingu, nýsköpun og stöðuga þróun til þess að mæta þörfum viðskiptavina sinna - " án viðskiptavina verður fyrirtækið einfaldlega án atvinnu"

Prolan - Fyrir betra Umhverfi

Umsagnir

"Við greinum hiklaust frá því að margar hafnir geta notið ávinnings af því að nota vörur frá Prolan" --Lyftararnir á höfninni höfðu verið sprautaðir með Prolan og hættu að ryðga. Vegna þessa, þá datt einum vélvirkjanum í hug að nota Prolan á vírana í Libher krönunum. Prolan efnin náðu ekki eingöngu að stöðva ryðmyndunina í vírunum heldur hafa þau einnig góða smureiginleika.

-- Mr. Hans Christian Lindholm. Höfnin í Esbjerg, Danmörku

Epoke framleiðir búnað sem notaður er til þess að dreifa salti um götur og flugvelli. Fyrirtækið sem er leiðandi á heimsvísu hefur leitað leiða til þess að draga úr notkun spilliefna og finna lausnir við ryðvandamálum. Þeirra svar við vandamálunum var að taka upp notkun á Prolan. Með notkun á vörunum frá Prolan hafa þeir lengt líftíma búnaðarins sem þeir nota og framleiða. 

Vörurnar frá Prolan hafa gefið frábæra raun sem ryðvarnarefni fyrir undirvagna bifreiða sem og Vörubifreiða og tengivagna. Prolan Enduro hefur í þessu tilfelli gefið sérstaklega góða raun en auðvelt og þrifalegt er að nota það. Efnið þolir mikið álag, jafnvel þótt það sé háþrýstisprautað með köldu vatni undir miklum þrýstingi.

 

Kynntu þér ryðvarnareiginleika efnisins betur með því að lesa greinina hér til hliðar.

Dometic Group framleiðir frysti og kælikerfi til notkunar í húsbílum, hjólhýsum og þessháttar. Fyrirtækið sá strax kosti þess að nota vörurnar frá Prolan þar sem þær komu í veg fyrir ryðmyndun í frysti, hita og loftkælingar kerfunum þeirra, sem oft eru í mjög ryðvænlegu umhverfi. Eftir að hafa prufað efnið tók fyrirtækið einni eftir því að Prolan kom ekki aðeins í veg fyrir ryðmyndun, heldur leysti efnið einnig vandamál sem áttu sér stað í rafkerfum hinna ýmsu eininga. Prolan hefur þannig gefið þeim góða raun í baráttunni við raka í rafkerfum en efnið myndar ekki leiðni upp að 70 kV

Stórslys varð Þegar flutningaskipið Rena strandaði 2011.

Í október 2011 strandaði skipið Rena skamt undan ströndum Nýja Sjálands. Losa þurfti 1300 tonn af olíu auk 1700 gáma af skipinu. Til þess að losa farm skipsins voru fengnir tveir öflugir kranar sem staðsettir voru á flotpramma við hlið skipsins. Í upphafi lá ljóst fyrir að verkið myndi taka frá 6 mánuðum og allt að 2 ár. Til þess að verja kranana sem staðsettir voru úti á sjó allan tíman meðan á verkinu stóð var valið að notast við Prolan til þess að verja kranana, virki þeirra og víra frá því erfiða saltumhverfi sem þeir voru umvafðir meðan á aðgerðum stóð.

Præstbro - Vinnuvélar er danskt fyrirtæki sem selur vinnuvélar í landbúnað ofl., þar á meðal sláttuvélar til bænda sem og fyrir golfvelli og skrúðgarða. Fyrirtækið hefur nú hafið notkun á vörunum frá Prolan sem hafa leyst verkefni sem oft þurfti fjölmörg önnur skaðlegari efni til að leysa áður. "Þar sem efnið leiðir ekki rafmagn upp að 70 kV auk þess að vera smur og ryðvarnarefni, þá hefur það leyst mörg vardamál hjá okkur m.a. vandamál vegna raka sem var sívarandi í vigtunarbúnaði" - Anders Jensen Præstbro Maskiner A/S

Desmi Pumps í Danmörku er meðal þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi á heimsmarkaði í framleiðslu og sölu á hinum ólíku pumpum, t.d.fyrir olíu, skip, slökkvilið og margt fleira. Fyrirtækið hafði lengi glímt við vandamál vegna ryð og tæringar auk rakavandamála í rafbúnaði. Tænimenn fyrirtækisins voru því ekki lengi að sjá kosti við það að nota efnin frá Prolan sem nú eru notuð við nánast allar samsetningar hjá fyrirtækinu. 

Windtech í Danmörku rekur verkstæði sem sérhæfir sig í flóknum viðgerðum á vindknúnum túrbínum, rafölum, gírboxum ásamt öðru. Starfsmenn fyrirtækisins eru ákaflega ánægðir með vörurnar frá Prolan þar sem þær hafa þott koma einstaklega vel að notum sem ryðvörn fyrir viðkvæma íhluti sem oft hefur þurft að taka í sundur vegna viðgerða en ná ekki að ryðga vegna varnareiginleika Prolan efnana. Fyrirtækið hefur sett þau tilmæli til samstarfsfyrirtækja sinna að notast við þessi efni við samsetningar ofl.

bottom of page