Prolan fyrir heimilið - Auðvelt og umhverfisvænt

Þú getur notað umhverfisvænu efnin frá Prolan í ótal verkefni t.d. á garðverkfærin, rafmagnsverkfærin, veiðibúnaðinn, bílinn, mótorhjólið, bílskúrshurðina, grillið, hjólin, keðjur, lása, lamir, sláttuvélina, bátinn, utanborðsmótorinn, útihúsgögn, pallinn, skotvopn (hafa NATO nr), ofl. Frábært umhverfisvænt efni sem gott er að geta gripið til í bílskúrnum eða geymslunni og nýtist nánast til þess að smyrja allt sem smyrja þarf á og við heimilið ásamt því að nýtast við ýmislegt tengt áhugamálunum.    

 

Efnin hafa hlotið vottanir frá NSF sem smurefni sem nota má í matvælaiðnaði og hafa auk þess að smyrja, þótt frábær sem tæringartálmi (ryðvörn) og mynda ekki rafleiðni upp að 70 kV. Þessi staðreynd gerir það líka að verkum að þau nýtast vel þar sem verið er að glíma við rakavandamál í rafmagni. Efnin hafa mikla viðloðun og þola háþrýstiþvott með köldu vatni úr háþrýstidælu með allt að 170bör þrýstingi án þess að skolast af!

 

Einn af kostum efnisins er sá að það er ryðleysandi og virkar mjög vel við slík störf. Hér að neðan má annarsvegar sjá útigrill sem staðið hefur úti árið um kring í nokkur ár og var verulega farið að ryðga og láta á sjá. Einnig má sjá nýlegt barnareiðhjól sem stóð úti yfir vetur og fór að láta á sjá, jafnvel á galvaniseruðum flötum. Grillið var þrifið með Prolan medium efninu en hjólið með Prolan Heavy, dæmi hver fyrir sig um árangurinn. Við það að þrífa ryðið af grillinu og hjólinu með efnunum “settist” efnið í sárin sem ryðið hefur myndað og myndar filmu yfir þau. Þessi filma hindrar áframhaldandi aðgang súrefnis að sárinu og virkar þannig sem tæringartálmi og kemur í veg fyrir frekari ryðmyndun. Þessi staðreynd og góð viðloðun þess er einmitt ástæða þess að efnin eru gjarnan notuð við geymslu og flutning á viðkvæmum búnaði úr málmi þar sem þau hindra að ryð falli á þá.