top of page

Prolan – vistvæn lausn fyrir heimilið

Umhverfisvæn lausn með ótal notkunarmöguleika

Prolan-smurefnin eru náttúruleg, umhverfisvæn og henta vel fyrir fjölbreytta notkun á heimilinu. Þau henta m.a. fyrir verkfærin, hjól, keðjur, lása, sláttuvélar, grill, útihúsgögn, bíla, mótorhjól, báta, utanborðsmótora og fleira – allt sem þarfnast smurningar eða ryðvarnar.

Auðvelt í notkun og ómissandi í bílskúrnum eða geymslunni fyrir viðhaldsverkefni.

Vottað og öruggt

Prolan er NSF-vottað fyrir matvælaiðnað og hentar því sérstaklega þar sem rakavandamál eða rafmagn eru til staðar. Efnið einangrar upp að 70 kV, hefur mikla viðloðun og þolir háþrýstiþvott allt að 170 bör án þess að skolast af.

Ryðvörn sem skilar árangri

Prolan fjarlægir ryð og myndar verndandi filmu sem hindrar súrefnis aðgang og stöðvar tæringu. Hvort sem um er að ræða grill eða reiðhjól sem hefur staðið úti yfir vetur, þá hefur Prolan sannað sig sem áhrifarík og endingargóð lausn.

 

bottom of page